Biðlistahittingur
Næsti biðlistahittingur verður sunnudaginn 15.janúar kl. 14:00 í húsnæði ÍÆ.
Létt spjall og huggulegheit. Kaffi í boði ÍÆ en allir hvattir til að koma með eitthvað smátterí til að leggja í púkk með kaffinu, þ.e. eitthvað til að maula með því.
Þessir hittingar eru hugsaðir fyrir þá sem eru að sækja um forsamþykki, þá sem eru að safna saman gögnum til að senda út til upprunalands og þá sem hafa sent umsókn sína út. Um er að ræða óformlega fundi til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvert af öðru, styðja hvert annað og hafa gaman saman.