Fréttir

Biðlistahópur

Þeir félagar Íslenskrar ættleiðingar sem eiga umsókn um ættleiðingu barns í einhverju af samstarfslöndum félagsins og þeir sem eru að sækja um forsamþykki, hafa reglulega fundað á skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar á meðan á biðinni stendur.
Hópurinn hefur verið hist reglulega og haldið úti lokuðum Facebook hópi sem er einungis ætlaður þeim sem er á biðlista. Nafn hópsins er „Biða, beið, biðum, beðið“

Hópurinn hittist 15. dag hvers mánaðar og þarf ekki að skrá sig til þáttöku, bara að mæta á skrifstofu félagsins.

Starfsmenn félagsins halda ekki utan um þennan hóp, heldur er hann stofnaður að frumkvæði þeirra sem eru á biðlista. Starfsmenn félagsins eru hinsvegar boðnir og búnir að mæta og útskýra eða fræða um einstaka hluti.

Hópurinn hittist næst 15. nóvember kl. 20:00.


Svæði