Fréttir

Biðlistinn styttist og biðtíminn er oft stuttur

Biðlistinn eftir því að ættleiða barn til Íslands er að styttast verulega um þessar mundir. Fyrir þremur árum voru að jafnaði rúmlega 100 fjölskyldur á biðlista eftir ættleiðingu erlendis frá. Núna er staðan þannig að 46 fjölskyldur eru á hinum eiginlega biðlista og 37 fjölskyldur eru í undirbúningsferli fyrir það að senda umsókn um barn til útlanda.

Þetta táknar að í biðlista og undirbúningsferli eru samtals 83 fjölskyldur og hefur biðlistinn hjá Íslenskri ættleiðingu því minnkað um 20% á nokkrum misserum.

Ástæður fyrir þessu eru aðallega af tvennum toga. Meginástæðan er sú að vel hefur gengið með ættleiðingar frá Kína að undanförnu, flestar umsóknir sem berast fara á svokallaðan SN lista og þar er biðin oftast mjög stutt stundum ekki nema nokkrir sólarhringar eftir að umsókn hefur verið metin erlendis.

Hin meginástæðan er sú að hægt hefur á nýjum umsóknum til ættleiðinagarfélagsins vegna þess að undirbúningsnámskeið sem nauðsynleg eru verðandi kjörforeldrum hafa ekki verið haldin á þessu ári.


Svæði