Fréttir

Birth country as a totem

Prófessor Akira Deguchi heimsótti Ísland í ágúst, en hann hefur rannsakað ættleiðingar á milli landa síðan árið 2000. Hann  hefur unnið að langtímarannsókn á ættleiddumbörnum frá Kóreu til Svíþjóðar. Formaður Nordic Adoption Concil bað Íslenska ættleiðingu um að kynna Íslenska ættleiðingarmódelið fyrir prófessor Akira og aðstoða hann við að hitta fjölskyldur sem hafa ættleitt fleiri en eitt barn.

Prófessor Akira heimsótti Kristjönu og Atla og fræddist um ættleiðingarferli þeirra hjóna, en þau hafa ættleitt tvisvar frá Kólumbíu. Systurnar Katrín Rut  og Freydís María tóku vel á móti honum og sýndu honum hvernig íslensk börn eru í leik og starfi. Hann heimsótti einnig Ingibjörgu og Valdimar sem hafa ættleitt tvisvar frá Kína. Þau Eysteinn Orri og Dagbjört Ósk léku á als oddi, sýndu honum herbergin sín ásamt kínverskum gersemum.
Í heimsóknunum var fókusinn á upplifun eldra barnsins á að fara til upprunalandssins þegar fjölskyldan fór til að ættleiða það yngra.                        

Prófessorinn flutti einnig erindi fyrir félagsmenn sem bar nafnið Birth country as a totem. Fræðslan var fjölsótt og hefur vakið marga til umhugsunar um heimsóknir til upprunalanda barnanna.


Svæði