Boð hjá Kínverska sendiráðinu vegna útgáfu bókar
Síðasta þriðjudag var framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar viðstödd útgáfuathöfn hjá Kínverska sendiráðinu í tilefni íslenskrar útgáfu bókar Xi Jinping um Kínversk Stjórnmál I bindi.
Nýr sendiherra Kína, He Rulong, tók á móti gestum og hélt ræðu um bókaútgáfuna, einnig var rafræn ræða frá fulltrúa kínverskra stjórnvalda flutt, að lokum flutti hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrum forseti Íslands, ávarp og sagði meðal annars frá sínum kynnum af Xi Jinping, forseta Alþýðulýðveldisins Kína.
Íslenska er fyrsta norðurlandamálið sem bók Xi Jinping er þýdd á. Í bókinni er fjallað um stjórnarhætti kínverskra stjórnvalda.