Fréttir

Börn þjóða

Föstudaginn 28. maí ​kl. 17:00-18:30​ í Háskólabíó ætlar ​Logi Pedro að deila reynslu sinni af gerð þáttanna Börn þjóða með félögum Íslenskrar ættleiðingar.​

Í þáttunum er ljósi varpað á samfélagslegan reynsluheim hvers og eins viðmælanda, uppeldi og búsetu í samfélagi á norðurhjara veraldar og upplifun. Rætt er um íslenska menningu og samfélag í samhengi við réttindabaráttu minnihlutahópa og kynþáttafordóma á alþjóðavettvangi. Efni þáttana á því mikið erindi til félagsmanna Íslenskrar ættleiðingar, fjölskyldna þeirra og vina og hvetjum við sem flesta til að mæta. ​

Viðburðurinn var styrktur af Erasmus + og er hluti af Evrópskri ungmennaviku
Erasmus+Evrópa unga fólksins
Eurodesk Ísland

 

 


Svæði