Fréttir

Breytingar í Kína

Um árabil hefur miðstjórnvald Kína rekið styrktaráætlun þar sem ættleiðingafélög hafa getað styrkt ákveðin barnaheimili. Þessi styrktaráætlun hefur verið nefnd One-to-One og hafa ættleiðingafélög frá Bandaríkjunum aðallega tekið þátt í þeim. Með þátttöku í áætluninni gátu ættleiðingafélög styrkt ákveðið barnaheimili og fengið í staðinn upplýsingar um börn án þess að miðstjórnvald Kína kæmi að ferlinu.
Nú um áramótin lokaði miðstjórnvald Kína fyrir áætlunina, svo nú er ekki lengur í boði fyrir ættleiðingafélög að vera með beint samband við barnaheimilin. Þess í stað eiga barnaheimilin nú að senda upplýsingar um öll börnin sem eru í umsjá þeirra til miðstjórnvaldsins, sem mun í kjölfarið deila upplýsingum um börnin í gegnum gagnagrunn sem ættleiðingafélögin öll hafa aðgang að.
Það eru því líkur á að fjöldi barna sem hefur verið í gagnagrunninum muni fjölga með þessari breytingu.
Ættleiðingamálaflokkurinn í Kína hefur verið í stöðugri þróun síðastliðin ár. Nú á síðustu árum hefur fjöldi ættleiðinga innanlands fjölgað og hefur því dregið úr fjölda þeirra barna sem eru ættleidd alþjóðlega.


Svæði