Fréttir

Breytingar innan stjórnar Í.Æ.

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á hlutverkaskipan innan stjórnar Í.Æ. að undanförnu.

Í lögum félagsins er kveðið á um að stjórn skipti með sér verkum en engin ákvæði eru um hvenær það skuli gert eða til hversu langs tíma. Nýtt fólk var kjörið til stjórnarsetu á aðalfundi félagsins í mars og síðan hefur stjórnin jafnt og þétt verið að endurskipuleggja sig og stjórnarmenn að gera með sér verkaskiptingu.

Elín Henriksen hefur tekið við stöðu ritara stjórnar en því hlutverki gegndi Vigdís Ósk Sveinsdóttir. Karl Steinar valsson var kjörinn gjaldkeri á síðasta fundi stjórnar og tekur við þeirri stöðu sem Ágúst Guðmundsson hefur sinnt undanfarið ár.

Karen Rúnarsdóttir var kjörin aðalfulltrúi Íslenskrar Ættleiðingar í Evrópusamtökum ættleiðingarfélaga Euradopt og Norrænu samtökunum NAC. Pálmi Finnbogason er í forsvari fyrir nefnd stjórnarmanna sem á viðræður við fulltrúa A.Æ. um sameiningu félaganna. Stjórnin nýtur sérfræðiþekkingar Vigdísar Sveinsdóttur lögfræðings en verkefnum og málum sem hún hefur veitt stjórn félagsins umsögn um hefur af ýmsum ástæðum fjölgað verulega að undanförnu. Ágúst Guðmundsson er fulltrúi í húsnæðisnefnd stjórnar en nefndin hefur samkvæmt skipuriti félagsins umsjón með húsnæði, tækjakosti og öryggismálum. Ágúst hefur einnig haft yfirumsjón með þróunarstarfi sem unnið hefur verið vegna ættleiðinga barna með skilgreindar þarfir en fjölmargir hafa komið að þeirri vinnu.

Upplýsingar um hlutverk og netföng stjórnarmanna Í.Æ. eru hér.


Svæði