Fréttir

Einhleypir geta ættleitt frá Tógó

Fréttir af nýju ættleiðingarsambandi okkar við Tógó hafa vakið nokkra athygli og spurningar vakna hjá mörgum um fyrirkomulag og reglur varandi ættleiðingar frá þessu landi.

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri Í.Æ. var í útvarpsviðtali síðdegis í dag og má hlusta á það hér.

Það sem ekki hefur komið fram í tilkynningum frá félaginu fram að þessu er að einhleypir geta ættleitt frá Tógó. Ef einhleypir standast íslenskar kröfur og eru metnir sérstaklega hæfir eins og það er orðað í reglugerð, geta þeir fengið forsamþykki til að ættleiða og yfirvöld í Tógó taka fúslega við umsóknum frá einhleypum.

Þess má einnig geta að væntanlegir kjörforeldrar verða að dvelja í Tógó í að minnsta kosti þrjár vikur þegar þeir sækja barn til ættleiðingar.

Við gerum ráð fyrir að börnin sem má ættleiða frá Tógó séu flest á aldrinum eins til tveggja ára, en um það eru ekki staðfestar upplýsingar.

 


Svæði