Fréttir

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?

Fyrirlestur  25. febrúar 2015.
Fyrirlestur 25. febrúar 2015.

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?

Fyrirlestur Gyðu Haraldsdóttur á fræðslukvöldi Íslenskrar ættleiðingar 25. febrúar kl. 20:00

Gyða er sálfræðingur með sérhæfingu í þroskafrávikum barna. Hún er forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) sem heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en veitir þjónustu á landsvísu. Þjónustusviðið er breitt og tekur m.a. til þverfaglegrar greiningar þroska-, hegðunar og tilfinningavanda hjá börnum að 18 ára aldri, fræðslu, ráðgjafar og meðferðar. Fræðslu- og þjálfunarnámskeið, fyrir börn, foreldra og fagfólk er stór þáttur í starfseminni. 

Í erindinu verður starfsemi ÞHS kynnt í stórum dráttum og sú þjónusta sem þar stendur börnum og foreldrum til boða. Þá verður sérstaklega rætt hvort og hvaða úrræði ÞHS henta foreldrum ættleiddra barna og hvort þörf sé á að koma á aðlöguðum eða annars konar úrræðum til að mæta þörfum þessa foreldrahóps. Þess er vænst að skapast geti gagnlegar umræður sem gætu orðið grunnur að tengingu og samstarfi milli ÞHS og Íslenskrar ættleiðingar.  

Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 25. febrúar, klukkan 20:00.  Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn. 

 

 

 


Svæði