Fréttir

Farsæld ættleiddra barna

Í upphafi þessa árs var sagt frá styrktarsamningi sem Íslensk ættleiðing skrifaði undir við mennta- og barnamálaráðuneytið til tveggja ára um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands.

Síðustu mánuði hefur starfsfólk skrifstofu átt fundi með fulltrúum Barna- og fjölskyldustofu, verkefnastjóra farsældar barna hjá Reykjavíkurborg og átt samtal við starfsfólk í þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Verklag um samþættinguna er langt komin en nú er verið að skoða hvernig það verklag passar við það verkferla sem bæði Barna- og fjölskyldastofa og sveitarfélög er að vinna eftir.

Við vonum að fljótlega verði hægt að kynna þetta betur fyrir félagsmönnum og þá sérstaklega þeim börnum sem komu til landsins frá og með árinu 2019 og fjölskyldum þeirra.

Í morgun var kynnt Mælaborð farsældar barna, nýtt verkfæri sem er hannað til að styðja innleiðingu farsældarlagana og innleiðir gagnadrifna stefnumótun hvað hag barna varðar. Sjá nánar á vefsíðunni Farsæld barna.

 


Svæði