Félagsmenn á landsbyggðinni geta greitt atkvæð
Vegna væntanlegs aðalfundar Íslenskrar ættleiðingar er vert að vekja athygli á því að stjórn félagsins hefur fjallað um möguleika félagsmanna sem búsettir eru utan höfuðborgarsvæðisins á að greiða atkvæði á fundum félagsins. En málið var tekið fyrir á stjórnarfundi síðastliðið vor í kjölfar fyrirspurnar frá félagsmanni.
Það er álit stjórnar að ekkert í lögunum félagsins standi í vegi fyrir því að þeir félagsmenn sem ekki eiga heimangengt á aðalfund félagsins fái að nota atkvæðarétt sinn. Stjórn vísar til almennra reglna og viðmiða þar um. Umboðsmaður félagsmanns skal þannig leggja fram skriflegt, dagsett og vottað umboð.
Um kosningarétt og kjörgengi segir svo í 10. grein laga félagsins:
Skuldlausir félagsmenn einir hafa atkvæðisrétt á fundum félagins og eru kjörgengir til embætta á þess vegum....