Fjölskylduferð í Mývatnssveit
Nú er komið að því að leggja land undir fót.
Næsta laugardag er ferðinni heitið í Mývatnssveitina.
Okkur finnst að við ættum endilega að drífa okkur af stað klukkan 11:00.
Hugmynd að ferðaáætlun er á þessa leið:
Brottför frá Leiru klukkan 11:00
Ekið sem leið liggur í Dimmuborgir.
Brottför úr Dimmuborgum aftur klukkan 13:00 í Leirböðin
Eftir hressilegt sull í Leirböðunum er hugmyndin
að grípa með sér pizzur frá veitingastað einum í sveitinni
og halda í heimboð til fjölskyldunnar á Skútustöðum,
þeirra Örnólfs, Fríðu, Dóróteu Gerðar og Ólafar Kristínar :D
Þar munum við gæða okkur á pizzunum áður nefndu og eiga saman
skemmtilega stund með spjalli, leik og húllum hæi,
Heimferð frá Skútustöðum ... síðla dags.
Verð í leirböðin eru 1700 krónur fyrir fullorðna (ef þið eruð með KEA kortið) annars 2000 krónur og svo leggjum við saman í púkk í pizzurnar. Verð á þeim skýrist þegar við sjáum hvað við verðum mörg.
Gott væri að tilkynna þátttöku á netfangið ingamagg@simnet.is
fyrir miðvikudaginn 5. maí.
Hlökkum til að heyra frá ykkur, vonandi sem flestum
Inga og Birna
Skemmtinefnd norðan heiða.