Fjölskyldumorgun
Fjölskyldumorgnar Íslenskrar ættleiðingar eru haldnir annan hvern fimmtudag frá kl. 10:00 til 12:00 í húsakynnum félagsins að Skipholti 50 b, 2.hæð.
Þessi litla stund er á margan hátt mikilvæg. Mikilvægur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra að hittast og njóta samvistar við hvert annað. Ekki síður er mikilvægt fyrir foreldrana að sjá börn hvors annars vaxa, þroskast og dafna. Auk þess gefst kjörið tækifæri að bera saman reynslu sína og gefa og þiggja ráð. Fyrir börnin er þetta mikilvæg stund að fá tækifæri til að hittast, kynnast og leika sér saman. Starfsfólk skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar, Kristinn, Ragnheiður, Rut og Lárus eru á staðnum til skrafs og ráðagerða. Ekki má gleyma mikilvægi þess fyrir starfsfólkið að fá að hitta ykkur foreldrana ásamt börnunum og fá að fylgjast með þeim. Algjör forréttindi.
Við hvetjum foreldra að koma með börnin á fjölskyldumorgna félagsins.