Fréttir

Fjölskyldustund í Spilavinum - aflýst

Sunnudaginn 20. október næstkomandi ætlum við að hittast í Spilavinum frá klukkan 14-16 í salnum hjá þeim á neðri hæð verslunarinnar sem staðsett er á Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin í Skeifunni).

Kjörið tækifæri fyrir félagsmenn, börn og fullorðna saman, til að hittast og spjalla, eiga notalega stund ásamt því að læra ný spil eða dusta rykið af gömlum spilum.

Salurinn tekur aðeins við 40 manns, því þurfum við að takmarka fjöldann við þá tölu.

Verð á mann fyrir þátttöku er 1000 krónur fyrir fullorðinn og 500 krónur fyrir börn ef þið eruð félagsmenn.
Verð fyrir utanfélagsmenn er 2900 krónur á mann.


Svæði