Fréttir

Framboð til stjórnarkjörs

Á aðalfundi 2014 verður kosið um þrjú stjórnarsæti til tveggja ára. Það eru sæti sem kosið var um 2012 en þá voru kosnir stjórnarmennirnir Sigrún María Kristinsdóttir meðstjórnandi, Elín Henrikssen varaformaður stjórnar og Hörður Svavarsson formaður félagsins. Árni Sigurgeirsson lögfræðingur hefur ákveðið að segja sig úr stjórn félagsins vegna anna í öðrum störfum en hann var endurkjörinn í stjórn félagsins fyrir ári og verður því kosið um eitt stjórnarsæti til eins árs.

Kveðið er á um í samþykktum félagsins að framboð til stjórnarkjörs skulu berast skriflega til skrifstofu félagsins í síðasta lagi tveimur vikum fyrir aðalfund og var framboðsfrestur kynntur sérstaklega fyrir félagsmönnum með bréfi til þeirra þann 6. mars.

Þau Elín, Hörður, og Sigrún gefa öll kost á sér til setu í stjórn áfram en auk þeirra gefur Ingunn Unnsteinsdóttir Kristensen kost á sér til setu í stjórn.

Stjórn er því sjálfkjörin að þessu sinni en vægi atkvæða mun ráða því hverjir frambjóðenda eru kosnir til tveggja ára og hver til eins árs.


Svæði