Fréttarit Í.Æ. – ágústtölublað er komið út
Fréttarit Íslenskrar ættleiðingar er einblöðungur sem sendur er félagsmönnum þegar tilefni gefst til. Útgáfan hóf göngu sína í maí á þessu ári og nú er þriðja tölublað koið út og hefur verið sent félagsmönnum í netpósti.
Þeir sem ekki haf fengir Fréttaritið sent eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu Í.Æ. (isadopt@isadopt.is) og gefa upp netfang sitt.
Í ritinu núna er greint frá tilkynningu Dómsmálaráðuneytis til ættleiðingarfélaga um að ekki verði heimiluð tvö forsamþykki að svo stöddu. Þar er einnig sagt frá viðbrögðum stjórnar Í.Æ. við þessari tilkynningu.