Fréttir

Grein um stöðu ættleiðingarmála í Kína

Í vikunni birti fréttavefur Yahoo grein um stöðu ættleiðingarmála í Kína og lengingu biðtímans. Greinin er fróðleg fyrir umsækjendur og einnig fyrir aðstandendur þeirra, þá sem skilja ekkert í biðtímanum og spyrja stöðugt hvers vegna biðtíminn sé svo langur.

Skýringar á töfunum eru m.a. mikill fjöldi umsókna um ættleiðingu frá útlendingum en færri börn eru laus til ættleiðingar í Kína nú en áður var. Kínverska ættleiðingarmiðstöðin, CCAA, sem hefur lengi verið virt fyrir vönduð vinnubrögð og skilvirkni vill ekki gefa nein loforð um hve langur biðtíminn verður.

Í fréttinni kemur einnig fram að ættleiðingum frá Kína til Bandaríkjanna hefur fækkað úr 7.906 árið 2005 í 5.453 á síðasta ári. Er reiknað með frekari fækkun ættleiðinga í framtíðinni. Vegna lengds biðtíma hafa sumar amerískar fjölskyldur hætt við ættleiðingu og aðrar hafa snúið sér til annarrra landa.

Talið er að biðtími verði 3-4 ár eða jafnvel 5 ár, en engar upplýsingar fást um hver biðtíminn verður.

Fréttin er á ensku og hana má lesa hér.


Svæði