Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað
Umhverfisráðherra og frú ættleiða barn í Kólumbíu
Merkilegt hversu fáir Islendingar hafa snúið sér hingað
sagði Össur Skarphéðinsson þegar Morgunpósturinn náði tali afhonum í Kólumbíu.
Eins og komið hefur fram ættleiddu Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra og eiginkona hans, Árný Erla Sveinbjörnsdóttir jarðfræðingur, tveggja mánaða stúlkubarn fyrir þremur vikum. Vegna mikillar skriffinnsku eru þau enn þar í landi, en koma heim um helgina eftir fimm vikna dvöl. MORGUNPÓSTURINN náði tali af hinum nýbakaða föður þar sem hann var í gærdag staddur á hóteli í Kólumbíu. „Það er alveg klárt að málin hér niður frá ganga upp. Kerfið í Kólumbíu er pottþétt og mjög skilvirkt. Ég er í raun alveg hissa á að ekki hafi fleiri íslendingar leitað á þessar slóðir."
Fjögur ár eru síðan þau Össur og Árný fóru að vinna að því að ættleiða barn fyrir alvöru. „Þó að í okkar tilfelli hafi málin gengið heldur hægt fyrir sig er það ekki vegna kerfisins hér. Á þessum tíma kom bæði upp misskilningur og svo reyndum við fyrir okkur annars staðar. Við rérum fyrir í margar víkur í þessu máli og erum búin að standa í þessu algjörlega ein frá upphafi. En venjan er sú að ættleiðing í Kólumbíu taki ekki meira en tvö ár.
Hvernig kom þetta til?
„Við fengum upphaflega heimilisfang þessarar stofnunar frá ættingjum okkar búsettum í Bandaríkjunum. I framhaldi af því duttum við niður á kólumbísk systkini sem búsett eru á Islandi. Þau reyndust okkur afar vel, sem og fjölskylda þeirra í Kólumbíu."
Því hefur verið haldið fram að ráðamenn í Kólumbíu hafi greitt götu þína í þessum málum?
„Þegar ég fór hingað til Kólumbíu í vor hitti ég fullt af ráðamönnum, þar á meðal kollega minn úr kólumbíska umhverfisráðuneytinu, en það var ekki svo að þeir hafi greitt götu mína. Í þessari ferð kynntist ég hins vegar mikið af fólki sem hefur reynst mér mjög vel síðan í þessum málum.
Össur segir hins vegar töluvert erfitt að standa í þessu á eigin vegum vegna þess hve bírókratían er erfið. Við ættleiddum í gegnum hálfsjálfstæða kaþólska stofnun sem hefur verið rekin hér í sextíu ár, en er undir umsjá fjölskylduráðuneytisins í Bogotá. Fyrir utan það að gangast undir ýmiss konar kannanir heima, að þeirra ósk, eins og sálfræðipróf, úttekt á heimili, svo þarf maður að sýna bankayfirlit, sakavottorð, meðmæli og fleira, fara ættleiðingarmál hér almennt í gegnum tvo félagsráðgjafa, þar af tvisvar í gegnum annan þeirra og í gengum dómskerfið. Þegar það er yfirstaðið þarf barn að fá kennitölu og ríkisborgararétt. Allt tekur þetta gríðarlegan tíma í þessu hægmalandi kerfi. Það kostar líka töluvert að ferðast til Kólumbíu og dvelja í fimm vikur. En að auki þurftum við að ráða okkur lögfræðing og túlk því hérna vita menn ekki að annars staðar í heiminum sé töluð enska."
Össur segir töluvert um að Bandaríkjamenn sæki til Kólumbíu til að ættleiða börn, enda séu þau að mörgu leyti lík Bandaríkjamönnum. Ennfremur sem fjarlægðin er ekki mikil.
„Hér er allt slegið í gadda þannig að enginn möguleiki er á að fara með börn ólöglega út úr landinu. þetta er bara stefna sem landið hefur tekið, en hér er fátækt og styrjaldir í ýmsum héruðum og því fullt af foreldralausum börnum sem þeir vilja ættleiða innanlands sem utan og hafa skilvirkt kerfi í stað þess að láta þessi börn alast upp á götunni. Þeir ættleiða meira að segja allt upp í tíu ára börn sem eru auðvitað altalandi en láta þau frekar til latnesktmælandi landanna.
En oft varðar þetta þjóðarstolt, þótt það séu til dæmis miklar hörmungar á Balkansaga og fullt af foreldralausum börnum, eru þau ekki ættleidd til annarra, þjóðarstoltsins vegna. Ég verð að segja Kólumbíu til hróss að þetta er mjög vel gert hjá þeim og það er því merkilegt að svo fáir Islendingar hafi snúið sér hingað. Ég veit að margir eru að velta þessu fyrir sér en veit jafnframt að þetta er erfitt þar sem það að geta ekki eignast börn er svo mikið felumál hjá mörgum. Þetta leggst þó ekki þungt á 100 kílóa húmorista eins og mig."
Hvernig er svo að vera orðinn pabbi?
„Það er helvíti gott."
GK
Helgarpósturinn - Merkilegt hversu fáir hafa snúið sér hingað