Helgarpósturinn - Þessi böm voru ættluð okkur
Hafa ættleitt tvö börn með nokkurra ára millibili
Þessi börn voru ættluð okkur
Ein þeirra hjóna, sem rutt hafa sína eigin braut og staðið algerlega sjálf að ættleiðingum á eigin börnum, eru hjónin Ingveldur Jóna Árnadóttir og Hannes Sigurgeirsson. Þau eiga tvö börn, Guðrúnú tólf ára og Sigurgeir, fimm ára, sem þau ættleiddu með nokkurra ára millibili frá Kólumbíu í gengum ríkisstofnunina, sem oft er kölluð fjölskylduráðuneytið í Bogotá.
Í von um að geta hvatt aðra til þess að fara sömu leið ákvað Ingveldur Jóna að segja upp og ofan af sinni reynslu, en bæði telur hún ættleiðingar alltof mikið feimnismál á Islandi auk þess sem henni finnst sem upplýsingar um þennan þrautseiga hóp sem leitað hefur til Kólumbíu hafi verið sniðgengnar af ýmsum aðilum. „Þetta er svo stórkostlegt að ég vil gjarnan deila þessu með öðrum. Alltof fáir vita að hægt er að leita milliliðalaust til Kólumbíu og dvelja þar í mjög hentugu húsnæði á vegum stofnunnarinnar meðan á ættleiðingunni stendur. Til þessa hefur þetta bara frést af því að maður þekkir mann. "Ingveldur Jóna segir kostnaðinn við ættleiðingarnar miklu minni en sem næmi hálfri milljón, en í bæði skiptin hafi eingöngu þurft að greiða fyrir þýðingu á skjölum, túlk, ferða- og lögfræðikostnað. „Ólíkt því sem nú er urðum við aðeins að staldra við í tvær vikur í Kólumbíu en nú er þess hins vegar vænst að foreldrar dvelji þar um fimm vikna skeið. Við rétt sluppum fyrir horn í síðara skiptið en þá fór maðurinn minn einn út og sótti strákinn."
Fengu strákinn í jólagjöf
Nokkuð skemmtileg saga er í kringum komu sonar hennar, sem þá var ellefu mánaða, og manns hennar til landsins, en það var rétt fyrir jólin 1990. „Hann var sannkölluð jólagjöf til fjölskyldunnar það ár, líkt og má segja um Össur Skarphéðinsson og frú hans nú," segir hún. Eftir að fréttamenn Ríkisútvarpsins höfðu komist á snoðir um það að kólumbískt barn væri á leið til landsins á Þorláksmessu vildu þeir segja frá málinu. Ingveldur Jóna neitaði að láta sig í fyrstu en þegar fréttamaðurinn útskýrði fyrir henni hvað þessi frétt gæti orðið góð jólagjöf til Islendinga í miðjum óeirðunum sem þá ríktu í Kolumbíu gaf hún sig. „Maðurinn minn hafði á orði að Islendingar hefðu fengið saltkjöt í jólamatinn þetta ár, svo mikið var táraflóðið yfir fréttinni sem flutt var á jóladag."
En þrátt fyrir að Kólumbíuleiðin hafi reynst greiðfær segir Ingveldur Jóna ættleiðingamál reyna mikið á þolinmæði fólks. „Það er mín skoðun að þessi mál eigi að vera erfið. Þegar öll börnin komu hingað til lands frá Sri Lanka á sínum tíma var afgreiðslan eins og á færibandi. Þetta er spurning um börn og framtíð þeirra, þess vegna á ekki að vera auðvelt að gera fólk að kjörforeldrum. Og þótt aldrei verði börn metin til fjár getur mikill kostnaður og langir biðlistar sett meiri strik í reikning sumra en nauðsynlegt er."
Birtust á forsíðu upplýsingabæklings
I kjölfar þess hve margir íslendingar hafa núorðið leitað til Kólumbíu er sambandið sífellt að styrkjast, enda hafa Islendingar sýnt sig og sannað í þessum efnum. „Þetta er virkilega hægt og sambandið á milli landanna er alltaf að liðkast. Ég hef til dæmis alltaf haft gott samband við þá sem hafa aðstoðað okkur í Kólumbíu." En einmitt vegna þess komst hún að því í gegnum kunningja sína í Kólumbíu nýverið að ein myndanna sem hún sendi til stofnunarinnar af fjölskyldunni komst á forsíðu á upplýsingabækling stofnunarinnar. En sá bæklingur er sendur út um allan heim.
Eftir afgreiðslu mála hér á landi, hvaða upplýsingar fáið þið um væntanleg börn?
„Það er misjafnt hvað maður fær mikið af uppiýsingum. Þetta gekk ekki eins fyrir sig með stelpuna og strákinn, en að öðru leyti voru málin í svipuðum farvegi. Við fengum til dæmis mynd af stráknum, upplýsingar um heilsufar hans og fleira, en minni upplýsingar um stúlkuna á sínum tíma. Eftir að hafa fengið upplýsingarnar í hendumar áttum við að segja já eða nei. Mér finnst það raunar fáránlegt því maður segir aldrei nei. Að fólk fái tækifæri til þess að velja á milli barna finnst mér að eigi ekki að vera inni í myndinni. Það sem ég hugsaði með mér var að einmitt þessi börn væru ætluð okkur."
Nú hafa þessi mál jafnan verið mikið feimnismál, hvernig snýr sá þáttur að þér?
„Ég held satt að segja að ættleiðingar séu ekki eins mikið feimnismál og þau voru. Enn í dag virðist þetta samt viðkvæmt mál gagnvart sumum, að því leyti að það hefur þótt löstur að geta ekki átt barn. Það er tilfinning sem ég er alveg gjörsamlega laus við. Það eru hins vegar ekki allir í kringum mig. Ein kona sagði við mig eftir að ég ættieiddi stelpuna; ,Æ, Jóna mín, það er gott að þú fékkst barn. Það hjálpar svo oft til að konur verði ófrískar." Það er eins og þetta ætti að vera mér huggun. Mér fannst þetta bara ágætt eins og þetta er og er alveg laus við að sitja uppi með einhverjar tilfinningar sem ég á erfitt með að sætta sig við. Ég held að svo sé líka í flestum öðrum tilfellum." GK