Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi
Fimmtudaginn 13.apríl verður haldinn þriðji fyrirlestur í fyrirlestraröð fyrirlestraröð Kínversk-íslenska menningarfélagsins og Konfúsíusarstofnunar Snarl og spjall. Fyrirlesturinn að þessu sinni ber heitið: Hin asíska ímyndun í íslensku samfélagi. Form fyrirlestursins verður með óhefðbundnum hætti en um er að ræða óformlegar umræður með Wei Lin og Elizabeth Lay um ólík sjónarhorn þeirra á að búa á Íslandi sem kínversk/íslenskur tónlistarmaður og kínversk-amerískur menntafræðingur, sérstaklega í kjölfar opinberrar gagnrýni á uppsetningu Íslensku óperunnar á Madame Butterfly. Viðbrögð frá asíska samfélaginu á Íslandi, listasamfélagi og almenningi hafa afhjúpað erfitt og flókið samband milli viðurkenningar Asíubúa á Íslandi og (skorts á) fulltrúum þeirra í listum. Þær munu deila reynslu sinni og hugmyndum um hvernig íslenskar stofnanir geta skapað betra umhverfi fyrir alla til að viðurkenna fjölbreytileika íbúa þess.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku, í stofu VHV-007 í Veröld - húsi Vigdísar, fimmtudag 13. apríl kl. 17:30.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Verið öll velkomin!.