Hjartagull - Ævintýri um ættleiðingu
Skjaldborg hefur gefið út bókina Hjartagull eftir Dan og Lotta Höjer í þýðingu Klöru Geirsdóttur. Falleg, ljóðræn myndabók um ættleiðingu barns.
Einu sinni var lítil stúlka sem óx í magunum á mömmu sinni, langt í burtu í fjarlægu landi. Það var hlýtt og notalegt í maganum. Barnið dafnaði vel og fékk fingur og tær, neglur og hár. Svo kom að því að hún var tilbúin til að yfirgefa magann. Pabba hennar og mömmu langaði til eiga litlu stelpuna sjálf en þau voru fátæk og gátu ekki séð fyrir henni. Annars staðar á hnettinum bjuggu maður og kona sem þráðu að eignast barn. Dag nokkurn fengu þau að vita að þessi litla stelpa yrði dóttir þeirra. Þau hlógu og grétu í einu og dönsuðu um íbúðina. Og svo undirbjuggu þau allt til að geta ferðast yfir hálfan hnöttinn og sótt litlu stelpuna, hjartagullið sitt.
Bókin er til sölu í bókabúðum og öðrum verslunum sem selja bækur en einnig er hún til sölu á skrifstofu ÍÆ og hjá fjáröflunarnefndinni á öllum helstu uppákomum félagsins. Bókin kostar aðeins 1.500 kr.