Hugsum til framtíðar
Styðjum það sem stendur okkur næst!
tilboð streyma til okkar um að styrkja ýmis góð málefni. Fjáröflunarnefnd býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að leggja sitt af mörkum til að hjálpa munaðarlausum börnum í Kína sem þurfa á læknishjálp að halda og til rekstrar barnaheimilis félagsins í Kolkata á Indlandi, en þaðan hafa langflestu inversku börnin okkar komið.
Það skiptir miklu máli að eiga góðan sjóð þegar óskir um styrki og aðstoð koma frá ættleiðingarlöndum okkar. Markmið fjáröflunar er að Íslensk ættleiðing hafi bolmagn til að styrkja þau verkefni sem óskað er eftir í þeim löndum sem félagið er í samstarfi við um leið og þakklæti er sýnt fyrir hið góða starf sem þar er unnið. Fjáröflunin fer einungis fram í þessu skyni. Málefnið snertir okkur öll og ekki síst ættleiðendur framtíðarinnar!
Tillögur frá fjáröflunarnefnd
Fjáröflunarnefnd biður félagsmenn að hafa samband við viðskiptabanka sinn og tilkynna um mánaðarlega inngorgun á reikning Íslenskrar ættleiðingar. Fjárhæðinni ráðið þið sjálf.
Númer reikningsins er: 0513-26-008875 og kt. 531187-2539.
Eins viljum við benda ykkur á að hafa samband við þá nánustu sem í kringum ykkur eru og bjóða þeim tækifæri til að sýna velvilja sinn í verki og leggja málefninu lið.
Fjáröflunarbeiðni þessari verður ekki fylgt eftir með símhringingu. Við biðjum ykkur vinsamlega að minnast hennar þegar þið fáið gíróseðla frá öðrum samtökum og meta hvað stendur ykkur næst.
Allur stuðningur skiptir máli.
Í útilegunni sl. sumar stóð fjáröflunarnefnd fyrir sölu á stuttermabolum. Viðbrögðin voru góð og skilaði salan um 40.000 kr. í sjóðinn. Enn eru nokkrir bolir fáanlegir í stærðum 140 og 152. Fjáröflunarnefnd hefur í hyggju að selja boli í útilegunni næsta sumar líka.
Niðurstöður af söfnun þessari verða birtar fyrir aðalfundinn í mars. Fjáröflunarnefnd mun líka skila skýrslu um hvernig fjármununum verður ráðstafað.
Með kveðju og friðaróskum frá fjáröflunarnefnd.