Hvað mikið er nóg? - Höfundur: Dr. Jean Illsley Clarke
Allir foreldrar hafa sömu markmið. Þeir vilja gefa börnunum sínum það besta af öllu. En þrátt fyrir góðan hug veitum við börnunum okkar oft miklu meira en þau þola með góðu móti og förum að ofdekra þau. Í bókinni skýra uppeldisfræðingarnir Dr.Clarke, Dr.Dawson og Dr.Bredehoft í fyrsta skipti hvernig ofdekur, ofnæring og ofgnótt án skynsamlegra marka hindrar börnin í að öðlast mikilvæga færni til að læra það sem þau þurfa til að geta þrifist sem hamingjusamt og heilbrigt fullorðið fólk. Bókin er full af snjöllum ráðum, sönnum sögum og áhrifamiklum aðferðum til að geta forðast-eða laga-orsakir ofdekurs, þar á meðal:
Hvernig hægt er að átta sig hvort maður ofdekrar og hvað er til ráða ef svo er.
Hvernig kenna má barninu hvað orðið "nóg" þýðir.
Ráð til að setja ákveðnar reglur og mörk.
Hvað ber að gera þegar vinir eða ættingja ofdekra börnin þín.
Hvernig rjúfa á vítahringinn ef þú hefur verið ofdekrað barn.
Það eru ekki slæmir foreldrar sem ofdekra; raunar stafar ofdekur af hjartagæsku einni saman. Hvað mikið er nóg? veitir þér innsýn og stuðning til að geta alið upp börnin á ástríkan og áhrifaríkan hátt þannig að börnin geti lifað fullu og hamingjusömu lífi. Dr. Sigrún Júlíusdóttir ritar formála.
Þýðandi: María Vigdís Kristjánsdóttir