Fréttir

Hvernig er að vera einstæð kjörmóðir?

Þriðjudaginn 28. september kl: 20:00 mun PAS-nefndin bjóða upp á spjallkvöldið Hjartans mál. Að þessu sinni fjallar það um að vera einstætt foreldri með ættleitt barn, en einstæðir kjörforeldrar hafa að sumu leyti aðra reynslu af uppeldi kjörbarna en aðrir kjörforeldrar.

Við hittumst á skrifstofu ÍÆ í Austurveri, Helga Túliníus, móðir stúlku sem kom heim til Íslands árið 2002 mun hefja spjallið með stuttu innleggi. Við hvetjum alla áhugasama um að mæta og eiga góða kvöldstund með áhugaverðu umræðuefni.

Hlökkum til að sjá ykkur.
Pasnefnd íslenskrar ættleiðingar


Svæði