Fréttir

FRESTAÐ - Indverska sendiráðið býður til málþings - FRESTAÐ

Uppfærð frétt - Þá er komið í ljós að tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti í kvöld (25 Mars 2021) og þess vegna þurfum við þvi miður að fresta málþingi þangað til seinna þegar leyft verdur aftur að halda samkomur.
Við munum fljótlega senda út frekari upplýsingar strax og þær liggja fyrir með framhaldið,
Farið vel með ykkur á meðan,

--

Sendiráð Indlands á Íslandi stendur fyrir málþingi um menningarleg tengsl fyrir þá sem eru ættleiddir frá Indlandi til Íslands. Á dagskránni verður saga ungrar konu sem heimsótti barnaheimilið sem hún kom frá, ræður, heimildarmynd um indverska menningu, list og arfleið, ásamt umræðum.

Þetta málþing markar upphafið að viðburðaröðinni India@75 sem er til að minnast 75 ára sjálfstæðis Indlands.

Allir sem eru ættleiddir frá Indlandi eru hjartanlega velkomnir. Foreldrar eru einnig velkomnir á meðan húsrúm leyfir, en vegna heimsfaraldurs COVID 19 er fjöldi þátttakenda takmarkaður og því er nauðsynlegt að skrá sig á viðburðinn á cons.reykjavik@mea.gov.in .

Staðfesting þátttöku verður send á netfang þeirra sem skrá sig og eru ættleiddir í forgangi og munu foreldrar fá miða ef húsrúm leyfir.

Athugið að skráningu lýkur kl. 14:00, föstudaginn 19.mars.

Málþingið verður haldið fimmtudaginn 25. mars kl. 16:00 - 18:00 á hótel Hilton Nordica og er boðið uppá léttar veitingar.

Nýjar sóttvarnar reglur:

Allir gestir skulu skráðir í númeruð sæti og teknar niður upplýsingar um nafn, kennitölu og símanúmer hvers og eins á öllum viðburðum. 

Heimilt verður að bjóða upp á hlaðborð en gestum verður skylt að sótthreinsa hendur áður og eftir að þeir sækja sér mat á borðið. 

Í framhaldinu af þessum breytingum þurfum við að biðja þá sem hafa skráð skráð sig um að senda þessar upplýsingar á cons.reykjavik@mea.gov.in 

Einnig hefur sendiráðið áhuga á að geta sent upplýsingar til þeirra sem hafa tengingu við Indland, boð á viðburði og upplýsingar í framtíðinni. Ef þið vitið um einhverja sem eru ekki að fá tölvupóst frá sendiráðinu má endilega segja þeim frá þessu og bjóða þeim að skrá sig hjá sendiráðinu á netfangið cons.reykjavik@mea.gov.in 


Svæði