Jákvæð umræða á Alþingi
Fyrir hálfum mánuði komu málefni ættleiðingarfélagsins til umræðu á Alþingi. Fjórir þingmenn, þar á meðal Innanríkisráðherra, komu alls sex sinnum í pontu og var umræðan jákvæð og málefnaleg.
Það var Unnur Brá Konráðsdóttir sem átti frumkvæði að umræðunni með því að spyrja ráðherra hvenær gert sé ráð fyrir að gerður verði þjónustusamningur við Íslenska ættleiðingu, hversu lengi enginn slíkur samningur hefur verið í gildi og hverjar skyldur félagsins séu samkvæmt lögum.
Þessu svaraði ráðherrann og við þetta tækifæri tóku einnig til mál þingmennirnir Jónína Rós Guðmundsdóttir, sem hefur áður rætt málefni ættleiðingarfélagsins á Alþingi og Kristján Möller blandaði sér einnig í samræðuna með vafnigalusri spurning til ráðherra um hvað hann hafi lagt til að hlutur ættleiðingafélagsins verði í krónum talið.
Ráðherrann gaf greinargóð svör og er ljóst að allir sem til máls tóku hafa nokkurn skilning á að störf Íslenskrar ættleiðingar eru mikilvæg og félagið gegnir þýðingarmiklu stjórnsýslulegu hlutverki.
Jafnframt er ljóst að engin breyting verður á mun ættleiðingarfélagið ekki fá það endurgjald sem þarf til að standa undir kostnaði við lögbundin verkefni sín.
Þökkum þeim fyrir
Einn félagsmaður hafði samband við okkur og sagðist hafa orðið mjög glaður við að hlusta á umræðuna á Alþingisvefnum og í kjölfarið brást hann við með því að þakka viðkomandi þingmönnum í tölvupósti.
Þetta er frábær hugmynd og ástæða til að hvetja félagsmenn til að bregðast við með sama hætti. Það er t.d. hægt að senda svona kveðju:
Ágæti þingmaður.
Ég hef lesið samræðuna sem þú tókst þátt í um þjónustusamning við ættleiingarfélagið á Alþingi þann 24. september síðastliðinn.
Umræðan var jákvæð og málefnaleg og ég vil þakka þér fyrir þína þátttöku.Það er ljóst að Íslensk ættleiðing þarf á þínum stuðningi að halda svo félagið geti haldið áfram lögbundinni starfsemi á næsta ári.
Góðar kveðjur,
Nafnið þitt...
Nöfn og netföng þingmannanna eru þessi:
Unnur Brá Konráðsdóttir - ubk@althingi.is
Ögmundur Jónasson – ogmundur@althingi.is
Jónína Rós Guðmundsdóttir – jrg@althingi.is
Kristján L. Möller – klm@althingi.is
Umræðuna er hægt lesa í held sinni á þessari slóð en þar er einnig hægt að hlusta á samræðun (sem er mikið skemmtilegra) með því að smella á orðið hljóðskráin.
http://www.althingi.is/altext/hlusta.php?lidur=lid20120924T162634&end=20120924T163942&horfa=1