Jólaball á Akureyri
Sunnudaginn 27. nóvember standa félagsmenn norðan heiða fyrir jólaballi á Akureyri. Fjörið hefst kl. 11:00 í Brekkuskóla og hefur heyrst að jólasveinar muni leggja leið sína á ballið með pokann á bakinu og hver veit nema að í honum leynist eitthvert góðgæti og jafnvel smá glaðningur…
Jólaball - Akureyri |
Sunnudagur 27. nóvember kl. 11 Brekkuskóli - Laugargötu Skráning á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar Frítt fyrir félagsmenn – 1000 krónur fyrir aðra |