Jólaball í Reykjavík
Jólasveinarnir munu hafa í nógu að snúast þessi jólin því að þeir hafa rétt sex daga til að koma sér til Reykjavíkur og hitta félagsmenn Íslenskrar ættleiðingar í Hörpunni.
Við vonum að það verði nóg eftir í pokanum þegar þeir koma suður svo að hægt verði að gleðja börnin á höfuðborgarsvæðinu.
Gamanið hefst kl. 13:00 í Hörpunni og verður boðið uppá vöfflur og heitt súkkulaði, ávexti og safa fyrir þá sem það vilja.
Mikil ánægja var með jólaballið í fyrra og ætlum við því að endurtaka leikinn með svipuðu sniði.
Hér eru nokkur ummæli:
„Þetta er flottasta jólaball sem ég hef farið á“; „Takk fyrir frábært jólaball“; „Jólaball Íslenskrar ættleiðingar er alltaf skemmtilegasta jólaballið!“; „Takk kærlega fyrir okkur!“.
Jólaball – Reykjavík |
Laugardagur 3. desember kl. 13-15 Harpa – Norðurljós Skráning á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar 1000 fyrir félagsmenn – 500 fyrir börn 2750 fyrir utanfélagsmenn - 1350 fyrir börn |