Jólaball Íslenskrar ættleiðingar 2021
Jólaskemmtun fyrir alla fjölskylduna þann 12. desember 2021 kl. 14:00 - 16:00 á Hótel Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík.
Gleðin verður í sal 2, sem er staðsettur í suðurvæng hússins, eða til vinstri þegar maður kemur að húsinu.
Jólasveinar láta sjá sig og við syngjum og dönsum saman í kringum jólatré við skemmtilegt undirspil.
Veitingar eru innifaldar í verðinu og það er aldrei að vita hvað Sveinki verður með í pokanum sínum.
Það kostar aðeins 1600 krónur fyrir félagsmenn og 500 krónur fyrir börn þeirra, en fyrir þá sem ekki eru félagsmenn kostar 2900 kr á mann.
Allir velkomnir - börn og foreldrar, ömmur og afar, frændur og frænkur og allir hinir.
*Skráningarfrestur er til klukkan 16 þann 9. desember næstkomandi
Samkvæmt nýjustu sóttvarnareglum eru tilmæli um að allir gestir fæddir árið 2015 eða fyrr hafi farið í hraðpróf.