Kína
Nú hefur CCAA staðfest afgreiðslu umsókna sem voru skráðar inn 1.-9. febrúar 2006. Langt er síðan afgreiddar hafa verið umsóknir fyrir svo marga daga í einu en þess ber að gæta að frí var í Kína vegna kínverska nýársins í byrjun febrúar. Stutt er frá síðustu afgreiðslu og vegna Ólympíuleikanna höfðu ýmsir áhyggjur af því að engin afgreiðsla yrði í september þannig að þessar upplýsingar núna eru góðar fréttir.