Fálkaorða fyrir störf í þágu ættleiddra
Á þjóðhátíðardaginn, 17.júní, voru fjórtán sæmd fálkaorðu. Meðal þeirra sem sæmd voru orðunni að þessu sinni var Árný Aurangsari Hinriksson, Auri, kennari en hún fékk riddarakrossinn fyrir störf í þágu ættleiddra. Auri hefur aðstoðað um 35 Íslendinga sem leitað hafa uppruna síns í Sri Lanka.
Íslensk ættleiðing óskar Auri til hamingju með þennan heiður.