Líkur á ættleiðingum frá Tógó aukast
Frá stofnun Alþjóðlegrar ættleiðingar vann félagið af krafti að því að koma á ættleiðingum frá Tógó. Þegar Alþjóðleg ættleiðing sameinaðist Íslenskri ættleiðingu í sumar var að sjálfsögðu ákveðið að halda áfram að vinna að því að koma á ættleiðingarsambandi við landið og nú virðist málið eitthvað vera að þokast áfram.
Á stjórnarfundi Íslenskrar ættleiðingar þann 5. ágúst var ákveðið að senda Dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu beiðni um löggildingu til milligöngu um ættleiðingar frá Tógó.
Guðný Einarsdóttir sem var tengiliður A.Æ. í málefnum Tógó fundað með nýjum Dómsmálaráðherra Ögmundi Jónassyni þann 21. september og síðastliðinn mánudag veitti ráðherrann stjórn Í.Æ. áheyrn.
Á fundi með ráðherranum bentum við á að:
Þó ríkið Tógó vilji að formlegur sendandi umsókna um ættleiðingar til landsins sé ekki félag sýnist að ekkert sé í vegi fyrir því að hefja samstarf við landið og ekki sé þörf á reglugerðarbreytingu vegna þess.
Málið virðist snúa að túlkun á orðinu milliganga í 18. grein reglugerðar um ættleiðingar. Ljóst er að Í.Æ. er tilbúð til að annast alla umsýslu í málum er varðar umsóknir um ættleiðingar barna frá Tógó að öðru leyti en því að formlegur sendandi umsóknanna úr landi verður stjórnvald en ekki félag.
Þremur dögum síðar tilkynnti Guðný stjórn Í.Æ. að hún hefði fengið símtal frá ráðherranum um morguninn og hann hafi tjáð henni að hann ætlaði að drífa í reglugerðarbreytingu til að heimila ættleiðingar frá Tógó og hann myndi ganga í málið strax.
Það ætti því að vera óhætt að fullyrða að líkur á því að munaðarlaus börn í Tógó eignist íslenskar fjölskyldur hafa aukist.