Fréttir

Málþing íslenskrar ættleiðingar 25. nóv.

Íslensk ættleiðing verður með málþing laugadaginn 25. nóvember 2006 í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ.

Skráning fer fram hjá Íslenskri ættleiðingu isadopt@isadopt.is eða í síma félagsins 588 1480. Skráningu þarf að vera lokið þriðjudaginn 21. nóvember.

Kostnaður er kr. 4.000.- á einstakling og kr. 6.000.- á hjón. Innifalið eru þinggögn, hádegisverður og kaffi. Hægt er að leggja inn á reikning félagsins 525-14-601859, kt. 531187 – 2539. Vinsamlegast sendið staðfestingu á isadopt@isadopt.is ásamt nafni/nöfnum þátttakenda.

Skoðaðu dagskrá málþingsins með því að smella á Lesa grein.

Dagskrá:

9:30 Skráning og afhending gagna

10:00 Setning – Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra

10:15 Íslensk ættleiðing – Karl Steinar Valsson, varaformaður Íslenskrar ættleiðingar, segir frá því helsta sem er á döfinni hjá félaginu.

10:30 Ótakmörkuð ást og umhyggja - er það nóg ? Unnur Steina Björnsdóttir, læknir og kjörmóðir 2 barna frá Rúmeníu.

11:15 Ættleidd börn og máltakan á nýja móðurmálinu. Ingibjörg Símonardóttir, sérkennari og talmeinafræðingur.

12:15 Hádegishlé – Matur á staðnum

13:15 Baldur Kristjánsson, dósent í þróunarsálfræði, og Hanna Ragnarsdóttir, lektor í mannfræði, við Kennaraháskóla Íslands segja frá rannsókn sinni sem fór af stað 2004 um kjörbörn á Íslandi og stöðu þeirra.

14:15 Ferð til upprunalandsins – Grænhöfðaeyjar. Myndband um ferð Maríu Runólfsdóttur til Grænhöfðaeyja, en María var ættleidd þaðan til Íslands fyrir rúmlega tuttugu árum.

15:00 Kaffihlé

15:30 Hvernig er að vera ættleiddur, hugleiðingar um sorgina, um það að skera sig alltaf úr ofl. Valgerður Baldursdóttir, barnageðlæknir og dóttir hennar Lísa Björg Lárusdóttir, fædd í Indónesíu, fjalla um þetta ásamt fleiru.

16:30 Þingslit.

Kynnar á málþinginu verða Pálmi Finnbogason og Arnþrúður Karlsdóttir.

Á meðan á málþingi stendur liggur frammi til sýnis og sölu það efni sem félagið hefur látið þýða og er komið út. Einnig verður til sölu barnabókin Hjartagull sem Klara Geirsdóttir, einn af okkar félagsmönnum, hefur þýtt og er nýútkomin.

Með kveðju,
Nefndin


Svæði