Fréttir

Mbl - Ættleiðingarfélög sameinast

Ættleiðingarfélögin tvö Íslensk ættleiðing og Alþjóðleg ættleiðing hafa verið sameinuð með þeim hætti að starfsemi Alþjóðlegrar ættleiðingar hefur verði lögð niður og sameinuð Íslenskri ættleiðingu.

Fram kemur í tilkynningu að sameiningarviðræður hafi staðið yfir í tvo mánuð. Segir í tilkynningunni, að með sameiningunni aukist möguleikar umsækjenda um að ættleiða barn í upphafi umsóknarferilsins. Sameiningin muni jafnframt auka á skilvirkni í hópi þeirra sem hér á landi leggja á sig margvíslegt sjálfboðastarf í þágu munaðarlausra og yfirgefinna barna erlendis.


Svæði