Fréttir

mbl.is - Rýna í líðan full­orðinna ætt­leiddra

Mynd: AFP
Mynd: AFP

Vís­bend­ing­ar eru um að full­orðnir ætt­leidd­ir á Íslandi eru frek­ar með aðskilnaðarkvíða og eru óör­ugg­ari í nán­um sam­bönd­um en þeir sem ekki eru ætt­leidd­ir. Þetta kem­ur fram í rann­sókn­ar Hild­ar Óskar Gunn­laugs­dótt­ur, meist­ara­nema í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík, á líðan full­orðinna ætt­leiddra á Íslandi. Hild­ur kynnti rann­sókn­ina á 40 ára af­mæl­is­málþingi Íslenskr­ar ætt­leiðing­ar sem haldið var í dag.  

Rann­sókn­in er viðamik­il og er hluti af meist­ara­rit­gerð henn­ar sem snýr að líðan og til­finn­inga­tengsl­um upp­kom­inna ætt­leiddra. Hild­ur bend­ir á að enn eigi eft­ir að vinna frek­ar úr rann­sókn­inni og skoða fjöl­marga þætti henn­ar. Rann­sókn­in er unn­in í sam­vinnu við Íslenska ætt­leiðingu og bygg­ist á þátt­töku upp­kom­inna ætt­leiddra ein­stak­linga. 

Þetta er fyrsta ís­lenska rann­sókn­in sem skoðar þessa  af­mörkuðu þætti hjá þess­um hópi og mögu­lega einnig sú fyrsta sinn­ar teg­und­ar á full­orðnum ætt­leidd­um í heimi, að sögn Hild­ar. Hins veg­ar hafa fjöl­marg­ar rann­sókn­ir verið gerðar á svipuðum þátt­um hjá börn­um.  

Mik­il­vægt að veita börn­um meðferð   

Í rann­sókn­inni eru ýms­ir þætt­ir skoðaðir auk aðskilnaðarkvíða og tengslamynd­un­ar í nán­um sam­bönd­um, lífs­ánægja, kvíði og þung­lyndi. Fyrstu niður­stöður á þess­um þátt­um benda til að ætt­leidd­ir ein­stak­ling­ar séu á svipuðum stað og þeir sem ekki höfðu verið ætt­leidd­ir. 

Eitt af því sem verður rýnt nán­ar í er aðskilnaðarkvíði og kvíðatengsl í nán­um sam­bönd­um sem lýsa sér gjarn­an í óör­yggi, ótta við höfn­un og fleira í þeim dúr.

„Ég vil vita hvort til dæm­is aðskilnaðarkvíðinn sem grein­ist oft hjá ætt­leidd­um börn­um viðhald­ist fram á full­orðins­ár. Það er mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að hafa þess­ar upp­lýs­ing­ar því ef þetta er vandi sem viðhelst og hef­ur hamlandi áhrif á dag­legt líf þá er þetta eitt­hvað sem þarf að skoða bet­ur og veita börn­um meðferð til að koma í veg fyr­ir þetta,“ seg­ir Hild­ur.

Hild­ur út­skrif­ast í júní sem klín­ísk­ur sál­fræðing­ar um svipað leyti og hún fer í fæðing­ar­or­lof. Eft­ir það hyggst hún starfa sem sál­fræðing­ur og hef­ur einkum áhuga á að vinna með full­orðnum ætt­leidd­um og mögu­lega sér­hæfa sig í þeim mála­flokki ásamt fleiri í framtíðinni.  

Ítar­legri niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar munu birt­ast í vís­inda­grein sem verður aðgengi­leg al­menn­ingi.   

Hildur Ósk Gunnlaugsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði við Háskólann í ...
Hild­ur Ósk Gunn­laugs­dótt­ir, meist­ara­nemi í klín­ískri sál­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík. Ljós­mynd/​Há­skóli Reykja­vík­ur
 

Svæði