Fréttir

Mbl.is - Þróa verklag um samþætta þjónustu við ættleidd börn

ennta- og barna­málaráðuneytið hef­ur gert samn­ing við Íslenska ætt­leiðingu um þróun verklags um samþætta þjón­ustu við börn sem ætt­leidd eru til Íslands. Samn­ing­ur­inn er gerður til tveggja ára og nem­ur þrem­ur millj­ón­um króna. 

Börn sem ætt­leidd eru til Íslands eru á ólík­um aldri við komu til lands­ins, með ólík­an bak­grunn og ólík­ar þjón­ustuþarf­ir. Samn­ing­ur­inn miðar því að því að tryggja eft­ir þörf­um að ætt­leidd börn fái samþætta þjón­ustu á grund­velli laga um samþætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna. Þetta kem­ur fram á vef stjórn­ar­ráðsins

Meg­in­mark­miðið að veita aðgang að samþættri þjón­ustu

Lög um samþætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna tóku gildi 1. janú­ar 2022. Meg­in­mark­mið lag­anna er að börn og for­eldr­ar sem á þurfa að halda hafi aðgang að samþættri þjón­ustu við hæfi þvert á kerfi og án hindr­ana.Lög­in ná til allra barna, þ.m.t. ætt­leiddra barna.

Íslensk ætt­leiðing er eina ætt­leiðing­ar­fé­lagið á Íslandi og hef­ur lög­gild­ingu frá stjórn­völd­um til að ann­ast milli­göngu um ætt­leiðing­ar er­lend­is frá. Sam­starfið við fé­lagið ger­ir stjórn­völd­um kleift að ná til þessa hóps og þróa verklag með þarf­ir hans í huga við inn­leiðingu lag­anna.

Við lok samn­ings­tíma, eft­ir tvö ár, skal meta fram­vindu og ávinn­ing verk­efn­is­ins.

Hægt er að lesa fréttina á mbl.is.

 


Svæði