Fréttir

Mbl.is - Vill öll gögn um ættleiðingar frá Sri Lanka

Frétt birtist á mbl.is 23.11.2022

Dóms­málaráðuneytið hef­ur óskað eft­ir því við Íslenska ætt­leiðingu að fá öll gögn sem fé­lagið hef­ur und­ir hönd­um um ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka til varðveislu og skoðunar í ráðuneyt­inu.

Seg­ir ráðuneytið frá frá því í til­kynn­ingu í dag að það hafi stöðvað ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka árið 1986. Til­efnið er um­fjöll­un Stöðvar 2 í þátt­un­um „Leit­in að upp­run­an­um", sem sýni glögg­lega hve dýr­mætt það er hverju manns­barni að vita upp­runa sinn. 

Barn­arán og falsaðar ætt­leiðing­ar of al­geng fyr­ir­bæri

„Í heimi skipu­lagðra af­brota eru barn­arán og falsaðar ætt­leiðing­ar of al­geng fyr­ir­bæri og árið 1986 kom það í hlut dóms­málaráðuneyt­is­ins að stíga á brems­urn­ar hér­lend­is. Ráðuneytið stöðvaði ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka vegna at­viks sem upp kom og þess vafa sem ráðuneytið taldi leika á ferli ætt­leiðinga þaðan á þeim tíma,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins. 

Fyr­ir það að stöðva ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka hafi ráðuneytið raun­ar fengið ákúr­ur frá Íslenskri ætt­leiðingu á sín­um tíma, sem lagðist gegn ákvörðun ráðuneyt­is­ins eins og glöggt sjá­ist í fund­ar­gerðum á ár­un­um 1984 til 1987. 

„Um­rædd­ar ætt­leiðing­ar frá Sri Lanka til Íslands áttu sér stað áður en Ísland gerðist aðili að Haag samn­ingn­um frá 29. maí 1993 um vernd barna og sam­vinnu varðandi ætt­leiðing­ar milli landa,“ seg­ir í til­kynn­ingu ráðuneyt­is­ins.

Linkur á frétt hér

 

Svæði