Merk ævi Auriar komin út á bók
Þann 4. nóvember síðastliðinn kom út bókin ,,Ég skal hjálpa þér: Saga Auriar" en bókin er rituð af Herdísi Magneu Hübner og gefin út af Forlaginu. Auri Hinriksson er þekkt fyrir að hafa hjálpað fjölmörgum uppkomnum ættleiddum frá Sri Lanka að leita uppruna síns en hún flutti frá Sri Lanka til Ísafjarðar þegar hún var fertug. Í frétt Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að Auri eigi að baki merka ævi og að bókin segi frá kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður.
Í bókinni talar hún m.a. um hversu mikið ættleiðingar hafi breyst og bendir á þá miklu þörf sem ættleidd börn hafa fyrir stuðning. Íslensk ættleiðing, sem sé eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu til alþjóðlegra ættleiðinga, þyrfti að fá betri stuðning frá hinu opinbera.
Íslensk ættleiðing óskar Auri innilega til hamingju með bókina.
Hér má finna fréttina frá Bæjarins bestu: