Miðstjórnvald Tógó heimsækir Ísland
Innanríkisráðherra Íslands Ólöf Norðdal bauð fulltrúum ættleiðingarnefndar Tógó í heimsókn til Íslands nú á dögunum og hafa þeir þekkst boðið. Þá fól ráðherra Íslenskri ættleiðingu að skipuleggja heimsóknina og bera kostnaðinn af henni.
Fulltrúar nefndarinnar eru væntanlegir í desember og munu þeir kynna sér Íslenska ættleiðingarmódelið. Fundað verður með sérfræðingum innanríkisráðuneytisins og sýslumannsembættisins, ásamt stjórn og starfsfólki félagsins. Fjölskyldur sem hafa ættleitt frá Tógó verða heimsóttar.