Fréttir

NAC ályktar gegn rasisma

Norrænu ættleiðingarsamtökin mótmæla rasisma

Samtökin NAC (Nordic Adoption Counsil) lýstu áhyggjum sínum af auknum rasisma á Norðurlöndum á aðalfundi sínum í Stokkhólmi.

„Það veldur okkur miklum áhyggjum og hugarangri að fá upplýsingar frá aðildarsamtökum okkar í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi, og Danmörku þess efnis að ættleidd börn og aðrir sem rætur eiga að rekja til annars umhverfis, verði í stöðugt auknum mæli fyrir barðinu á rasisma og mismunun”, segir Sten Juul Petersen, formaður NAC. „Þetta sýnir að brýn þörf er á því að mótmæla þessum tilhneigingum og þess í stað að vinna að skynsamlegri nálgun við fjölbreytni”, segir hann og heldur áfram: „Líta bera á mismunandi forsendur sem styrk. Við verðum að bregðast við nú þegar, bæði vegna upprunalandanna, kynforeldranna, ættleiddu barnanna og okkar sjálfra og snúast af fullum krafti gegn rasisma og mismunun á öllum stigum þjóðfélagsins”, sagði Petersen að lokum.

EKKI GEFA RASISMA BYR UNDIR BÁÐA VÆNGI !

 


Svæði