Fréttir

Ný gjaldskrá hefur tekið gildi

Stjórn Íslenskrar ættleiðingar samþykkti nýja gjaldskrá á fundi sínum þann 22. febrúar síðastliðinn.

Hugmyndirnar voru áður kynntar í Fréttariti Í.Æ. í desember og fjallað var um þær í fundarboði sem birt var á vef félagsins og vísað var til á Facebooksíðu Í.Æ. Haldinn var opinn fundur fyrir félagsmenn til kynningar á hugmyndum um gjaldskránna og þær voru kynntar á vef félagsins í heild sinni. Innanríkisráðuneytinu hefur verið tilkynnt um gjaldskránna eins og reglur kveða á um

Í tillögunum felast engar hækkanir. Gjöldin verða áfram þrjú og heildarupphæð gjalda sú sama en upphæðir einstakra gjalda breytast. Lögð er áhersla á að skýrt verði hvaða þjónustu greitt er fyrir með hverju gjaldi og getið verði um hvaða kostnað þurfi hugsanlega að greiða í stökum tilvikum, kostnað sem fer eftir eðli umsókna og aðstæðum hverju sinni.

Ný gjaldskrá tók gildi 23. febrúar.


Svæði