Opið hús fyrir uppkomna ættleidda
Á árinu 2025 hefur Íslensk ættleiðing ákveðið að vera með a.m.k. sex opin hús. Það fyrsta verður fyrir uppkomna ættleidda miðvikudaginn 26. október kl. 19.30 næstkomandi og verður haldið á skrifstofu félagsins Skipholti 50b 2. hæð. Markmiðið er að hittast í rólegu umhverfi og hitta aðra sem hafa verið ættleiddir erlendis frá.Mikilvægt er að fólk finni vettvang til að tala við aðra sem eru í svipaðri stöðu og hvetjum við áhugasama til að mæta.
Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í ÍÆ fyrir þennan hitting en mun félagið bjóða uppkomnum ættleiddum sem ekki eru skráðir til að gerast meðlimir í eitt ár án endurgjalds.
Mælt er með að fólk skrái sig upp á skipulagningu, isadopt@isadopt.is
Boðið verður upp á léttar veitingar.