Fréttir

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin

Mynd: EPA
Mynd: EPA

Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að ættleiðingar á flóttabörnum milli landa sé ávalt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd. Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í gær til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem hún var spurð að því hvort hún hefði kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum.

Í tilkynningu frá UNICEF segir að það sé skiljanlegt að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það sé hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Langflest barnanna eigi ættingja sem geti tekið þau að sér eða hafi orðið viðskila við foreldra sína. Verkefnið er og verði að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni. UNICEF og aðrar hjálparstofnanir vinni að því hörðum höndum.

Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin


Svæði