Fréttir

Samstarf við fleiri ættleiðingarlönd

Íslensk ættleiðing hefur að undanförnu lagt mikla vinnu í að leita samstarfs við fleiri ættleiðingarlönd.  Til að hefja samstarf þarf skriflegt starfsleyfi erlendra stjórnvalda ásamt löggildingu frá dómsmálaráðuneytinu.
Stjórn ÍÆ telur rétt að bíða formlegra leyfa áður en ný samstarfslönd eru kynnt en á meðan söfnum við upplýsingum.

Varðandi ættleiðingar frá Nepal er rétt að taka fram að margt er enn óljóst um ferlið þar enda hafa ættleiðingar legið niðri um tveggja ára skeið.   Ekki er vitað hversu langur biðtíminn verður.  
Formlegt leyfi nepalskra stjórnvalda og löggilding eru væntanleg innan skamms og erum við nú að leita svara við fjölmörgum spurningum um ferlið, dvöl í landinu og fleira.  
Ættleiðingar eldri barna og barna með sérþarfir mun verða forgangsverkefni nepalskra stjórnvalda. 

Skilyrði til umsækjenda um ættleiðingu í Nepal :
Umsækjendur frá 30 ára, hjón sem gift hafa verið í lágmark 4 ár.
Eigi umsækjendur barn geta þeir einungis ættleitt barn af gagnstæðu kyni og yngra en barnið sem fyrir er í fjölskyldunni.
Hægt er að ættleiða systkin í Nepal.
Einhleypir umsækjendur eldri en 35 ára eiga möguleika á ættleiðingu í Nepal en fjöldi slíkra umsókna er takmarkaður.
ÍÆ getur sent 10 umsóknir til Nepal á þessu ári og auk þeirra umsóknir um ættleiðingu barna með sérþarfir.


Svæði