Sendinefnd frá Kína heimsækir ÍÆ - Fjölskyldum boðið í móttöku
Sendinefnd frá kínversku ættleiðingaryfirvölunum, CCCWA, heimsækir Ísland í boð Íslenskrar ættleiðingar þann 17. september. Sendinefndin verður hér í fjóra daga og fundar með fulltrúum yfirvalda og ÍÆ.
Nefndin hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta börn sem ættleidd hafa verið frá Kína og fjölskyldur þeirra. Við munum því efna til móttöku fyrir félagsmenn sem ættleitt hafa frá Kína og fjölskyldur þeirra meðan sendinefndin dvelur hér og munum kynna stað og stund fljótlega.
Það er okkur sönn ánægja og heiður að taka á móti fulltrúum kínverskra ættleiðingaryfirvalda, en það traust sem Kína hefur veitt okkur og íslensku þjóðinni með ættleiðingasamstarfinu er ómetanlegt. Engin þjóð hefur treyst Íslendingum fyrir jafn mörgum börnum og kínverjar hafa gert.