Fréttir

Skerðing fæðingarorlofs

Umsækjendur athugið að með reglugerð um fæðingarorlof frá 22.12.2004 eru fæðingarorlofsgreiðslur miðaðar við 80% af meðaltali heildarlauna tvö tekjuár á undan fæðingarári barns eða þess árs er barn kemur inn á heimilið við ættleiðingu.

Fyrir þá umsækjendur sem óska eftir að ættleiða aftur þýðir þetta að sé umsókn send inn um leið og heimilt er, þegar liðið er ár frá því fyrra barn kom heim, verður umtalsverð skerðing á fæðingarorlofi. Nánari upplýsingar um lög og reglugerðir um fæðingarorlof eru á síðu Tryggingastofnunar og þar eru einnig eyðublöð.

Skrifstofa ÍÆ gerir staðfestingu fyrir væntanlega kjörforeldra þegar upplýsingar um barn hafa borist frá erlendum stjórnvöldum.


Svæði