Fréttir

SOS dagatalið

Íslenskri ættleiðingu hefur verið bent á að nokkrir skólar eru að horfa á og nota SOS dagatalið nú í desember sem má sjá hér 


Þarna eru umræður og efni sem geta verið viðkvæm fyrir ættleidd börn og því mikilvægt að skólar og umhverfi barna séu vakandi fyrir því. Við vitum að það getur breytt miklu að foreldrar fái tækifæri til að skoða efnisþætti og ræða það heima fyrir áður en hver gluggi er opnaður. Dagatalið í heild sinni, umræður og spurningar sem fylgja má finna hér 

Félagið hefur ennfremur haft samband við SOS vegna málsins og ætla þeir að senda út á þá skóla sem voru skráðir til þátttöku í dagatalinu, ábendingu um að láta foreldra vita af notkun á dagatalinu í skólaumhverfinu. Ekki eru allir skólar, sem eru að nota dagatalið hins vegar skráðir og því ekki víst að þessar upplýsingar náist til allra skóla sem eru að sýna þetta efni.


Svæði