Fréttir

Stjórnarfundur 02.08.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 2. ágúst 2011 kl. 20:00

Mættir:
Elín Henriksen
Jón Gunnar Steinarsson
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Mál á dagskrá:
1. Starfsáætlun stjórnar haust 2011 (fundarplan og aukaaðalfundur)
2. Fjármál (prókúra og hreyfingalisti)
3. Laun fyrir störf í þágu félagsins sbr. lið 2 frá 8. mars 2011
4. Verkefnalisti stjórnar
5. Önnur mál

1. Starfsáætlun stjórnar haust 2011
Formaður leggur fram starfsáætlun stjórnar fyrir haustið 2011. Tillaga að aukaaðalfundi 26. október 2011.

2. Fjármál (prókúra og hreyfingalisti)
Fjármál félagsins rædd innan stjórnar. Elín mun fá prókúru ef þess þarf.
Bókhald verður afstemmt eftir hálfan mánuð.

3. Laun fyrir störf í þágu félagsins
Í síðasta mánuði var byrjað að launa vöktun vegna SN-listanna sem fram fer að nóttu til.

4. Verkefnalisti stjórnar
Stjórn mun fara yfir verkefnalistann saman með starfsmönnum skrifstofu á næsta fundi.

5. Önnur mál
Stjórn ÍÆ mun á haustdögum standa fyrir nýrri þjónustukönnun á meðal félagsmanna.

Fundi slitið kl. 22:15

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði