Stjórnarfundur 04.06.2020
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn kl. 20:30 á skrifstofu félagsins.
Mætt:, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Beglind Glóð, Dylan Herrera, Lísa Björg Lárusdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór.
Ari Þór Guðmannsson tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað
Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Fundargerð aðalfundar
- Askur, skýrsla skrifstofu
- Verkaskipting stjórnar
- NAC og EurAdopt
- Löggilding í Tógó
- Stuðningur við uppkomna ættleidda
- Starf skrifstofu í sumar
- Félagsgjöld
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Fundargerð aðalfundar
Fundargerð samþykkt
3. Askur
Rætt um stöðu mála hjá skrifstofu.
4. Verkaskipting stjórnar
Elísabet mun halda áfram sem formaður stjórnar, Lísa Björg stígur inn sem varaformaður.
5. NAC og EurAdopt
Formaður fer yfir fjarfundi sem haldnir voru vegna NAC og EurAdopt í maí. Ari Þór verður aðalfulltrúi ÍÆ í stjórn EurAdopt og Elísabet varamaður. Lísa Björg verður aðalfulltrúi ÍÆ í stjórn NAC og Ari Þór varamaður.
6. Löggilding Tógó
Sækja um löggildingu aftur, framkvæmdarstjóri fer í málið.
7. Stuðningur við uppkomna ættleidda
Rætt um hvernig er hægt að koma að stuðningi, nýting á fjármunum.
8. Starf skrifstofu í sumar
Minnisblað um sumarleyfi 2020 lagt fram.
9. Félagsgjöld
10.Önnur mál
a. Reykjavíkurmaraþon, áætlað 22.ágúst. Reyna að vekja athygli á þessu og fá fleiri til að hlaupa og safna fyrir barna- og unglingastarfs félagsins.
b. Grill – skoða með að hafa grill eins og var 2019. Fer þó allt eftir stöðu mála vegna Covid-19
Fundi lokið kl. 21:30